150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

ársreikningar.

447. mál
[15:40]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Nú vantar klukkuna 20 mínútur í 4 á föstudegi og ef ég hef talið rétt eru aðeins sex þingfundadagar eftir samkvæmt starfsáætlun. En mörg mál liggja fyrir og stjórnarliðar rífa hratt og umræðulaust mál út úr nefndum, einkum velferðarnefnd og atvinnuveganefnd, ef ég skil það rétt. Ég vil spyrja forseta hvort hann telji ekki tíma til kominn að sest verði niður til þess að ákveða hvernig eigi að ljúka þessu vorþingi sem er nú komið langt fram á sumar. Hvernig eigum við að nýta þá sex daga sem eftir eru? Hvaða stóru mál eru það sem stjórnarliðar setja á oddinn? Það er mikilvægt fyrir okkur í stjórnarandstöðunni að fá að vita það til að við getum örugglega lagst á árarnar með meiri hlutanum til að koma þeim í heila höfn.