150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

ársreikningar.

447. mál
[15:51]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hér hef ég hlýtt á margar stórfróðlegar ræður um ársreikninga og orðið ýmsu nær um ársreikninga og er jafnvel að verða svo vel að mér um ársreikninga og reikningsskil að ég treysti mér í ræðu um þetta efni ef svo býður við að horfa. Þetta kann að hljóma sem hótun en ég ætla ekki að fara nánar út í það. Aðalatriðið er þetta: Við eigum ekki að vera að koma okkur í þessa vígstöðu þó að það sé svo sannarlega freistnivandi til staðar til að gera það. Það er augljóst að eftir því sem mál eru mikilvægari, eins og hv. þm. Bryndís Haraldsdóttir minnti okkur á, hér eru mikilvæg mál, eru þau sett aftar á dagskrá og búin er til tímaþröng, búin til (Forseti hringir.) pressa til að smygla inn einhverjum málum sem við í stjórnarandstöðunni teljum ekki vera tilbúin til þess að koma inn í þingsal.