150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[18:59]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið og hlakka til að heyra svarið við spurningunni. Það er þetta með samráðið, nú fór málið ekki inn í samráðsgátt. Það eru 14 mánuðir síðan lífskjarasamningarnir voru undirritaðir. Ef mikilvægt er að afgreiða eitthvað fyrir þinglok held ég að það sé algjör grundvallarforsenda faglegrar afgreiðslu að koma tímanlega með frumvarp inn í þingið, sérstaklega þegar málið hefur ekki farið í samráðsgátt og ekki verið borið undir þá aðila sem stóðu að lífskjarasamningi. Þá spyr ég hæstv. ráðherra hvernig stendur á því að þetta frumvarp kemur núna, um tveimur vikum fyrir þinglok, þegar ljóst er að hluti þess tíma fer í annað en nefndarvinnu.