150. löggjafarþing — 116. fundur,  12. júní 2020.

húsnæðismál .

926. mál
[19:20]
Horfa

félags- og barnamálaráðherra (Ásmundur Einar Daðason) (F) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Ég vil líka fjalla um það í fundarstjórn þegar fleiri þingmenn vilja veita andsvar en hafa tækifæri til. Ég held að það sé rétt að forseti skoði það. Hins vegar ætla ég ekki að nota fundarstjórn til að svara hv. þingmanni. Ég er hins vegar tilbúinn að koma í andsvör við ræðu hv. þingmanns síðar í umræðunni ef hann setur sig á mælendaskrá.