150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

heilbrigðisþjónusta.

439. mál
[20:48]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég verð að lýsa því að ég er sammála þeim sem hafa komið upp á undan mér um að þetta mál er mikilvægt, en því miður var umræðan engin. Að málið hafi verið rifið út úr nefnd í óþökk sumra nefndarmanna finnast mér mjög léleg og eiginlega furðuleg vinnubrögð. En ég vona heitt og innilega að við tökum málið aftur inn í nefnd og gerum þetta almennilega.