150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[21:30]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Einn af stóru kostum höfuðborgarsáttmálans tengist t.d. Sundabraut út frá skipulagsmálum. Eins og hv. þingmaður kom réttilega inn á hefur Reykjavíkurborg verið á móti Sundabraut og sýnt hálfgert skipulagslegt ofbeldi í þessu, afsakið orðbragðið. En með gerð samgöngusáttmálans á höfuðborgarsvæðinu skuldbinda borgaryfirvöld sig til að klára skipulagslegan feril Sundabrautar. Það er mikilvægt að allir aðilar standi við samkomulagið því að annars nær það ekki fram að ganga og þetta er hluti af því samkomulagi.

Svo nefndi hv. þingmaður ofanbyggðaveginn og annað slíkt. Hluti af hinu skipulagslega samkomulagi er að það sé samgönguás í gegnum höfuðborgarsvæðið sem er þá mislægur, sem sagt greiður samgönguás í gegnum höfuðborgarsvæðið. Það er mjög mikilvægt.

Og við leggjum gríðarlega áherslu á ratsjárkerfið eins og hv. þingmaður.