150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[21:42]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. þm. Vilhjálmi Árnasyni fyrir framsögu á nefndaráliti um fimm ára samgönguáætlun. Þetta er stór pakki. Mig langar aðeins að drepa á það sem kom fram í máli þingmannsins um það sem hefur breyst vegna Covid og þess sem því fylgir. Þingmaðurinn talaði um að gerð yrði áhersluáætlun og farið í þau verk sem væru hafin eða væru að fara að hefjast, sem væri búið að taka ákvörðun um. Getur hann sagt okkur eitthvað nánar um það? Ég geri mér grein fyrir óvissunni í þessu máli en er hægt að skjóta á hversu miklu þetta ástand breytir og hvort það verður samdráttur í áætluninni?