150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[21:44]
Horfa

Sigurður Páll Jónsson (M) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég geri mér grein fyrir þessum aukapeningi sem var settur inn út af þessu máli. En það hefur náttúrlega orðið útflæði úr ríkissjóði vegna ástandsins og það hlýtur líka að koma niður á þessu. En ég geri mér grein fyrir að það er erfitt að svara því.

Það kom einnig fram hjá þingmanninum að viðhaldsþörf vega eykst vegna stærra vegakerfis. Það kom líka fram að við værum tíu árum á eftir sjálfum okkur í að samgöngur væru í lagi. Er eitthvað hægt að segja um það, eða er það kannski í álitinu sem ég hef ekki rekið mig á, hvað viðhaldsþörfin hefur aukist mikið?