150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[21:45]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Vilhjálmur Árnason) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hver aukningin á viðhaldsþörfinni er kemur kannski ekki skýrt fram en miðað við framkvæmdagetu Vegagerðarinnar og það sem hefur komið fram væri eðlilegt að um 11–13 milljarðar á ári færu í að halda vegakerfinu við. Við vorum fyrir þremur, fjórum árum bara með 6–7 milljarða í viðhaldi en erum komin upp í u.þ.b. 11 núna og erum að leggja til milljarð aukalega á þessu ári í visst viðhald og svo 350 milljónir sem við forgangsröðuðum síðast. Ég hugsa að Vegagerðin gæti sinnt viðhaldi fyrir 1–2 milljarða í viðbót og það dygði til að sinna viðhaldsþörfinni og væri upp undir þá framkvæmdagetu sem er hér í landinu.