150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[22:15]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta um.- og samgn. (Guðjón S. Brjánsson) (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hv. þm. Ara Trausta Guðmundssyni enn fyrir andsvarið. Samgönguáætlun á ekki að fjalla um innviðina. Það eru auðvitað brestir í innviðum varðandi t.d. rafvæðingu hafna og ég geri svo sem ekki mun á því hvar það á heima en það þarf að bæta í og efla innviðina til þess að hægt sé að rafvæða t.d. hafnir. Tæknilegu lausnirnar eru þarna en það vantar meira til.

Varðandi flugvellina í mínu kjördæmi þá mótmælti ég því ekki að þeir væru í samgönguáætlun. Ég tek undir ýmislegt og í meginatriðum áhersluefnin í samgönguáætlun, en bendi á að þeir flugvellir (Forseti hringir.) henta mjög vel til þjálfunar.