150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[22:19]
Horfa

Frsm. 1. minni hluta um.- og samgn. (Guðjón S. Brjánsson) (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þm. Líneik Önnu Sævarsdóttur fyrir andsvarið. Vissulega er á þetta drepið í samgönguáætlun enda væri annaðhvort. Verið er að ýta undir að flugvélakostur sé endurnýjaður og að menn kaupi sparneytnari vélar en framsæknin er ekki ýkja mikil. Hvergi er minnst á að við þurfum að eignast okkar eigin flota á því sviði. Margt má auðvitað segja fleira en ég tel að áætlunin ætti að vera mun afdráttarlausari í ljósi þeirra aðstæðna sem við búum nú við. Ég bendi á að við eigum enga sögu um tilraunir með nýjar flugvélar með nýjum eldsneytismöguleikum.

Það var önnur spurning sem ég man nú ekki alveg hver var.