150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[22:20]
Horfa

Líneik Anna Sævarsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni svarið. Ég les það á engan hátt öðruvísi en að þarna séum við að tala um orkuskipti þar sem rafmagn væri fremst í flokki.

Ég ætla ekki að orðlengja um það en snúa mér aðeins að samgöngusáttmálanum fyrir höfuðborgarsvæðið. Þar dregur 1. minni hluti fram mikilvægi ljósastýringar. Ég get verið algjörlega sammála því og í raun er það sama gert í áliti meiri hlutans. Nú fer fram úttekt á ljósastýringu á höfuðborgarsvæðinu. Við höfum verið upplýst um það í nefndinni. Mig langar að beina þeirri spurningu til hv. þingmanns hvort hann meti það þannig að hugsanlega þyrfti að endurraða framkvæmdum, ef niðurstaðan úr þeirri úttekt gæfi tilefni til, þannig að framkvæmdir við ljósastýringu hefðu forgang fram yfir önnur verkefni.