150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[23:46]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Það kemur hv. þm. Kolbeini Óttarssyni Proppé mögulega á óvart, en ætti þó ekki að gera það, að við þingmenn Miðflokksins erum með sérstaklega góða tengingu inn í hugarheim landsmanna hvað samgöngumál varðar. Það kemur skýrt fram í kafla í áliti 2. minni hluta sem við hv. þm. Karl Gauti Hjaltason skrifuðum undir að við erum síður en svo á móti þeim verkefnum sem þar eru tilgreind undir svokölluðu PPP-regluverki sem jafnframt liggur fyrir þinginu núna. En við erum þeirrar skoðunar að leiðin sem hæstv. samgönguráðherra hefur ákveðið að fara sé óskynsamleg. (KÓP: Það þarf bara að bíða.)Nei, það þarf ekkert að bíða. Við myndum greiða fyrir því að málið kæmi hingað inn. Ég sé enga ástæðu til annars en að hægt væri að afgreiða mjög hratt að koma til að mynda áfram framkvæmdum á grundvelli skuldsettrar fjármögnunar. Ekki nema hv. þm. Kolbeinn Óttarsson Proppé væri á móti því sem kæmi mér mjög á óvart.