150. löggjafarþing — 117. fundur,  15. júní 2020.

fimm ára samgönguáætlun 2020-2024.

434. mál
[23:54]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka hv. þm. Bryndísi Haraldsdóttur seinna andsvarið. Aftur spurning frá mér sem er auðvitað ekki sanngjarnt að setja fram, en telur hv. þingmaður — (BHar: Ég get ekki svarað.) já, fyrirgefðu, hv. þingmaður er búinn að svara tvisvar. Ég dreg þetta til baka.

Ég held að ef ég væri einn þeirra aðila sem koma að því samkomulagi sem rammað er inn í samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins — segjum sem svo að ég væri borgarstjórinn í Reykjavík, bara svona hugsunarinnar vegna, ég reikna ekki með að það eigi fyrir mér að liggja — þá myndi ég alveg örugglega ekki byrja vegferðina á því að stuða samstarfsaðilana með öllum tiltækum ráðum, eins og virðist vera sérstakt markmið gagnvart íbúum á Seltjarnarnesi. Áður hafa íbúar þar kvartað yfir samráðsleysi sem snýr að lækkun hámarkshraða, það er strætóstoppistöðin á miðri Geirsgötu og það eru þessi (Forseti hringir.) sex gangbrautarljós núna o.s.frv. Það er ekki eitt, það er allt í þessu samstarfi.