150. löggjafarþing — 122. fundur,  22. júní 2020.

fyrirvari í nefndaráliti.

[15:08]
Horfa

Birgir Ármannsson (S):

Herra forseti. Ég á ekki sæti í fjárlaganefnd en mér heyrist málið einhvern veginn þannig vaxið að hefði sá tími sem við höfum varið í þessa umræðu verið notaður t.d. til að ganga frá séráliti eða eitthvað þess háttar hefði unnist tími til þess. Hv. þingmaður sem hefði viljað koma sjónarmiðum flokks síns á framfæri hefði getað sett þau fram í formi sérálits. (Gripið fram í: Hann er áheyrnarfulltrúi.) Hann er áheyrnarfulltrúi, já. Hv. þingmaður hefði þá getað komið því á framfæri í ræðu.

Hins vegar liggur ljóst fyrir að meiri hlutinn hefur forræði á málinu og nefndarálitinu. Og ég held að þingmenn hafi alla möguleika til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri í umræðum með öðrum hætti heldur en endilega með því að skrifa (Forseti hringir.) langan texta inn í nefndarálit eins og þarna er gert ráð fyrir.