150. löggjafarþing — 124. fundur,  23. júní 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[13:21]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég held að það sé ekki hægt að flýta umferð með ljósastýringu neitt gríðarlega mikið meira, jú kannski ef hellt væri aðeins meira í það, það má vera. En það er forgangsverkefni, það er alveg fremst í röðinni eftir því sem ég best veit. Ríkið er með meiri hluta í þessu félagi eins og kom fram hérna áðan. Í nefndaráliti meiri hluta er mjög skýrt tekið fram að öll frávik frá einstaka framkvæmdum á að tilkynna þinginu. Ef það er frávik, þá á að láta vita strax. Fjárveitingavaldið er og verður alltaf um þetta þegar allt kemur til alls. Og þetta er skuldbinding um kostnað líka. Skipulagsvaldið hlýtur að snúast um það. Það er kostnaðargreining á öllum þessum verkefnum, umfangið um þetta er um 120 milljarðar eða svo. Skuldbindingin um að við ætlum að skipuleggja okkur innan þessa kostnaðarramma hlýtur að gangast undir í rauninni skuldbindingar hvað skipulagsvaldið varðar. Ellegar er sem sagt ákvæði hjá samningsaðilum um að fari eitthvað úrskeiðis verði að ganga frá því innan sex mánaða.