150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[11:44]
Horfa

Björn Leví Gunnarsson (P) (ber af sér sakir):

Virðulegur forseti. Hér kom hv. þm. Birgir Þórarinsson og sagði að ég væri með fyrir fram ákveðnar skoðanir um þá umsögn sem kom fram á nefndarfundi í gær. Því fer fjarri. Það er ekki þannig. (Gripið fram í: Hentistefna. ) Hér er gripið fram í fyrir mér: Hentistefna. Nei, ég hlustaði á það sem viðkomandi umsagnaraðili hafði að segja. Ég bað hann um nákvæmar útskýringar á því hvernig nákvæmlega væri verið að brjóta lögin og að mínu mati kom það bara einfaldlega ekki skýrt fram. Það er nákvæmlega ekkert þar sem segir að ég hafi haft einhverjar fyrir fram gefnar skoðanir um það hvernig þetta mál og umsögnin myndi fara. En ég bið vinsamlegast um að það sé ekki verið að leggja mér orð í munn.