150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu.

735. mál
[11:46]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Það er iðulega vandasamt að meta hvort það sé rétt að gefa mönnum orðið þegar þeir óska eftir því og telja sig hafa verið borna sökum ranglega. Sömuleiðis getur orkað tvímælis að leyfa mönnum að halda áfram umræðum um fundarstjórn forseta sem kannski er ekkert um það mál þannig að forsetar eru iðulega, eins og ég veit að hv. þingmaður þekkir, í þeirri vandasömu stöðu að þurfa að leggja mat á hlutina og hafa ekki mikinn tíma til að komast að niðurstöðu. En sjónarmiðum hv. þingmanns var komið á framfæri.