150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[21:30]
Horfa

Guðmundur Andri Thorsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þingmanni kærlega fyrir svarið sem var upplýsandi. Við höfum vissulega gert nokkuð af því að deila með öðrum þjóðum þekkingu okkar í þessum efnum og þar nægir að nefna Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna sem hefur verið mjög merkileg og mikilvæg stofnun og hefur gegnt mjög mikilsverðu hlutverki við að hjálpa fólki að nýta þá auðlind.

En getur verið að hægt sé að safna meira saman á einn stað þekkingu úr ólíkum áttum og búa til eitthvað sem mætti kannski kalla orkuskóla Íslands? Þá mætti búa til eitthvert svæði þar sem væri saman komin öll þessi (Forseti hringir.) mikla þekking sem er dreifð um allt land og jafnvel hægt að búa til verðmæti úr því.