150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[21:36]
Horfa

Bergþór Ólason (M) (um fundarstjórn):

Virðulegur forseti. Ég vil fyrst koma fram því sjónarmiði að þetta er ekki kynslóðamunur eins og hv. þm. Helgi Hrafn Gunnarsson vildi meina áðan, að það væri eldri kynslóð þingmanna sem vildi klæða sig snyrtilega, vera til að mynda með bindi og snyrtilega til fara en yngri kynslóðin, eins og hv. þm. Brynjar Níelsson hefur stundum kallað það, klæði sig eins og niðursetningar. Ég held að það geri okkur öllum gagn hér inni ef við nálgumst störf okkar af tilhlýðilegri virðingu og auðvitað er snyrtilegur klæðnaður og framkoma hluti af því.

Það er auðvitað annar hlutur sem er ekki til virðingarauka fyrir Alþingi en það er orðfærið sem við notum hér í pontu þegar við lýsum samherjum okkar. Það hefur á köflum verið þannig (Forseti hringir.) að betur mætti fara. (Gripið fram í: En á Klausturbarnum?)