150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[21:41]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M) (um fundarstjórn):

Hæstv. forseti. Við eigum okkur smáreglugerð um stíl sem heitir Háttvirtur þingmaður og á bls. 22, ef ég man rétt, er brýnt fyrir mönnum að bera sig snyrtilega að. Þessi stílistahandbók var ekki samin af Miðflokksmönnum, ef ég man það rétt, en það er sama hvaðan gott kemur. En ég vil að öðru leyti bara hvetja hæstv. forseta til að beita valdi sínu samkvæmt því að halda hér góðri reglu. Og ég ánýja það sem ég sagði áðan, að það sé rétt að meina mönnum aðgang að þessum ræðustól séu þeir ekki betur klæddir en svo að þeir líti út fyrir að vera á leiðinni út með ruslið. Mér finnst það ekki við hæfi og ég vil gera sömu eða meiri kröfur en stórverslunin Costco þar sem þetta fólk myndi ekki fá aðgang.