150. löggjafarþing — 127. fundur,  25. júní 2020.

Orkusjóður.

639. mál
[21:59]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf) (um fundarstjórn):

Herra forseti. Ég vil byrja á því að óska stuðningsmönnum Liverpool innilega til hamingju með daginn, 30 ára þrautagöngu er lokið. Ef við værum á léttari nótum þá væri ég eflaust klædd rauðum stuttermabol með merki Liverpool í barminum. En ég áttaði mig ekki á að þessi stóra stund rynni upp í kvöld, ég mæti mögulega með trefilinn á morgun eins og hæstv. forsætisráðherra gerði hér fyrr í vetur til að fagna, en í staðinn nýt ég forréttinda minna og mæti hér í pontu Alþingis í skyrtu, ekki einni fata, ég er í buxum líka þó að þeir sem heima eru sjái það ekki, ég er hér í skyrtu án þess að vera í jakka og geri það iðulega því það verður oft mjög heitt hér í salnum. (Forseti hringir.) Ég þakka hæstv. forseta fyrir að leyfa mér að vera svona klædd í pontu.