150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

662. mál
[11:20]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ari Trausti Guðmundsson) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég þakka fyrir andsvarið. Ég tel að í mínu máli, þegar ég var að gera grein fyrir meirihlutaálitinu, hafi komið skýrt fram að samfélagslegi ávinningurinn af því að flýta þessum verkefnum, er það sem við erum að leggja áherslu á og hugmyndafræðin er sú sama og verið er að nota á höfuðborgarsvæðinu. Það er verið að leggja á veggjöld. (Gripið fram í.) Það er verið að leggja á veggjöld, það er verið að sjá til þess … (Gripið fram í.)(Forseti hringir.)

(Forseti (SJS): Ekki spjalla úti í salnum.)

Það er verið að sjá til þess að þeim framkvæmdum sé flýtt með svipaðri hugmyndafræði og er notuð í þessum efnum og við vitum jú ósköp vel að ávinningurinn af því að geta farið í svona framkvæmdir fljótt og vel og stytt leiðir og annað er það mikill, hvaða ábata sem miðað er við, hvort sem það er samfélagslegur ábati, öryggisábati, loftslagsábati eða hvað annað, að það réttlætir þessa leið.