150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

662. mál
[11:24]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Við erum að fjalla hér um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir sem eru bara ávísun á veggjöld og aftur veggjöld. Ég er hreinlega á móti veggjöldum af þeirri einföldu ástæðu að þau eru ósanngjörn skattheimta, mjög ósanngjörn skattheimta, sérstaklega ef við tökum til þess, eins og hefur komið fram, að áætlaður kostnaður við þessar framkvæmdir verði 20–30% meiri og það verði milljarðar sem byrja þarf að borga aukalega, umfram það sem væri gert á vegum ríkisins. Það sem ég skil ekki í þessu líka er af hverju Axarvegur er þarna inni. Ég tel að sá vegur ætti hreinlega að vera á vegáætlun. Hann er það fáfarinn vegur að það að setja á hann veggjöld er mér gjörsamlega óskiljanlegt. Ég spyr: Hvers vegna í ósköpunum er þessi vegur þarna inni?