150. löggjafarþing — 128. fundur,  26. júní 2020.

samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir.

662. mál
[11:30]
Horfa

Frsm. meiri hluta um.- og samgn. (Ari Trausti Guðmundsson) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka andsvarið. Orðin sem hv. þingmaður tilfærir miðast náttúrlega við samgönguáætlun til 15 ára. Við höfum hér og nú ekki gert okkur fulla grein fyrir því hvernig fjármögnun til samgangna verður næstu 15 árin. Þess vegna eru þessar tvær samgönguáætlanir býsna ólíkar og tilhögun gjaldheimtu fyrir umferð yfir höfuð er í endurskoðun. Ég held að það standist alveg rýni að setja þetta fram með þessum hætti. Við erum að horfa til næstu örfárra ára, við skulum segja þriggja til fimm ára. Samgönguáætlunin verður endurskoðuð innan þriggja ára, þannig að ég skil ekki áhyggjur hv. þingmanns.