150. löggjafarþing — 130. fundur,  29. júní 2020.

pakkaferðir og samtengd ferðatilhögun og ríkisábyrgðir .

944. mál
[22:00]
Horfa

Frsm. atvinnuvn. (Halla Signý Kristjánsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Já, eins og segir í þessari tillögu hér þá eru það náttúrlega fyrst og fremst ferðaþjónustufyrirtækin sem taka ábyrgð á sinni sölu. Það er verið að taka til þess í frumvarpinu. Við erum ekki að taka ábyrgðina af kreditkortafyrirtækjunum. Þau eru alveg sjálfstæð fyrirtæki sem taka ábyrgð á sínum viðskiptum og við erum ekki að fara inn í þau viðskipti beint. En fyrst og fremst er það á ábyrgð ferðaþjónustufyrirtækjanna að standa skil á ferðum sem þau hafa selt viðskiptavinunum. Þau geta ekki framselt ábyrgð sína til kortafyrirtækjanna. Þetta er ábyrgðasjóður sem var fyrir sem er bara verið að taka til þegar ferðaþjónustufyrirtækin standa ekki við sitt og því er ekki vísað áfram til kreditkortafyrirtækjanna, enda er náttúrlega verið að gæta jafnræðis viðskiptavina.