150. löggjafarþing — 136. fundur,  3. sept. 2020.

breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru .

972. mál
[15:41]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegur forseti. Ég vildi koma hér upp og nefna að þótt ég greiði atkvæði með öllum breytingartillögunum og ákvæðum frumvarpsins sjálfs þá er þetta hins vegar ekki það frumvarp sem við Píratar hefðum lagt fram. Það er margt gott í því og það er margt til bóta. En það er líka margt í því sem hefði mátt gera betur, annað sem hefði mátt gera meira af og enn annað sem hefði mátt gera öðruvísi. Það er alveg tilefni til að hugsa aðeins út fyrir kassann þegar við erum að reyna að takast á við þessar aðstæður. En fyrst við tölum um aðstæður þá eru þær óvenjulegar, jafnvel fordæmalausar. Þá er vel við hæfi að beita hér fordæmalausri aðferð meiri hlutans við að meta tillögur minni hlutans eftir efni þeirra í staðinn fyrir uppruna. (Gripið fram í: Heyr, heyr.)