150. löggjafarþing — 136. fundur,  3. sept. 2020.

breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru .

972. mál
[15:54]
Horfa

Helgi Hrafn Gunnarsson (P):

Virðulegur forseti. Ég styð breytingartillöguna um að fjölga ECTS-einingunum og færa hámarkið upp í 22 einingar. En mér finnst hafa komið í ljós það sem ég hef séð áður, að ekki sé nógu mikið hlustað á stúdenta. Mér finnst ekki nógu mikið mið tekið af því hvað fólk er að reyna að gera þegar það fer af vinnumarkaði í nám og fannst það endurspeglast í vinnu nefndarinnar að þessu sinni. Mér finnst leiðinlegt að ekki sé gengið lengra. En auðvitað er gott að verið sé að bæta þetta aðeins. Ég styð bæði breytingartillöguna og ákvæðið, jafnvel þótt breytingartillagan nái ekki fram að ganga.