150. löggjafarþing — 136. fundur,  3. sept. 2020.

breyting á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs kórónuveiru .

972. mál
[15:56]
Horfa

Helga Vala Helgadóttir (Sf):

Herra forseti. Hér greiðum við atkvæði um að framlengja hlutabótaleiðina til 1. júní næstkomandi. Hvers vegna? Vegna þess að það er gríðarlega mikilvægt að viðhalda ráðningarsambandi milli starfsmanns og fyrirtækis. Af hverju? Jú, vegna þess að nú þrengir að á vinnumarkaði. Það þrengir að hjá fyrirtækjum og það skiptir svo miklu máli að hvetja fyrirtæki til að auka við hlutastarfið, að bæta við það starf sem fólk er í. Það er miklu auðveldara að gera það en að fara að ráða inn nýtt fólk þegar hagurinn vænkast. Þess vegna viljum við lengja úrræðið. Það er þjóðhagslega hagkvæmt og ég hvet stjórnarliða til að sýna hugrekki og standa með fólkinu í landinu.