150. löggjafarþing — 139. fundur,  4. sept. 2020.

króna á móti krónu skerðingar.

[10:43]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf):

Virðulegur forseti. Ég þakka hæstv. fjármálaráðherra svörin. En þetta er bara rangt hjá honum, þetta er í almannatryggingakerfinu, það er búið að setja krónu á móti krónu aftur inn í almannatryggingakerfið fyrir ákveðna aðila, þá verst settu. Síðan segir hæstv. ráðherra í sama andsvari að síðan hann kom að fjármálastjórn, síðustu sjö til tíu ár, hafi orðið 100% hækkun á almannatryggingum, úr 40 milljörðum upp í 80 milljarða. Hann er hefur haldið því fram áður. En er inni í þessu hækkun á greiðslum vegna fjölgunar í hópi aldraðra og öryrkja, skattar og skerðingar, 80% skerðingar með sköttum, kjaragliðnun, persónuafslátturinn og hækkun miðað við launahækkanir sem hafa aukið skattbyrði? Er inni í þessari tölu, þessari gríðarlegu hækkun til almannatryggingaþega, búið að reikna það út og taka allar þessar skerðingar (Forseti hringir.) og skatta og annað inn í þetta dæmi og sýnir það að almannatryggingaþegar hafi það svona rosalega gott?