150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[14:53]
Horfa

Frsm. 2. minni hluta fjárln. (Björn Leví Gunnarsson) (P) (andsvar):

Virðulegi forseti. Tökum tvær spurningar í þessu stutta andsvari. Annars vegar er það spurning um samkeppni. Nefndarálitið var afgreitt úr nefnd í morgun þar sem bæta átti við smákafla um álit og umsögn Samkeppniseftirlitsins. Ég fékk ekki afrit af nefndarálitinu eftir það og ég veit ekki hvaða hluti af því er viðbótin sem talað var um. Hins vegar er það skortur á greiningu sem ætti að gera, eins og segir í lögum um ríkisábyrgð, á áhrifum samkeppni og ekki bara á flug heldur líka á bankastarfsemi. Þegar allt kemur til alls eru þetta lán sem bankarnir veita Icelandair og ríkisábyrgðin er á láni bankanna. Það er augljóslega betra að vera í viðskiptum við ríkisbankana sem geta reddað ríkisábyrgð.