150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[15:00]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Um þetta var fjallað talsvert mikið í nefndinni og ráðuneytið svaraði spurningum varðandi þetta, auk þess að láta nefndinni í té minnisblöð þar sem farið var yfir þessi atriði. Þar kom mjög skýrt fram, að mínu mati, að það er einmitt með þeirri leið sem hér er verið að fara sem við tryggjum hag almennings langbest. Eins og ég sagði í ræðu minn kemur ríkið síðast inn með fé ef á þarf að halda, en er jafnframt það fyrsta sem fer út. Það er alveg vitað að erfitt er að meta veðandlagið. En þetta eru hins vegar eignir sem ekki eru veðsettar og skipta alveg gríðarlega miklu máli ef til þess kemur að á þetta þarf að reyna, sem ég vona svo sannarlega að verði ekki.