150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[15:08]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Við velkjumst ekkert í vafa um það hversu mikilvægt það er fyrir okkur að hafa öruggar samgöngur til og frá landinu. Ég þakka hv. þm. Steinunni Þóru Árnadóttur fyrir nefndarálitið og framsöguna. Hún nefnir það hér að þetta byggi á gagnkvæmum skilningi og ýmislegt svoleiðis og mig langaði einfaldlega að spyrja hana: Hversu langt nær gagnkvæmur skilningur og góður vilji gegn gildandi rétti? Ef koma skyldi að því að það þyrfti að láta reyna á hinn gagnkvæma skilning fyrir dómstólum, hversu djúpt ristir hann?