150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[15:10]
Horfa

Frsm. 3. minni hluta fjárln. (Inga Sæland) (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég vísaði bara beint í hennar eigin orð áðan en hún talaði í framsöguræðu sinni um mikilvægi þess að hér ríkti gagnkvæmur skilningur. En þá skulum við bara snúa okkur að nefndarálitinu sem slíku. Hversu djúpt ristir nefndarálitið ef látið yrði reyna á skilyrðin sem verið er að setja fram í því? Getur hv. þingmaður sýnt mér að þessi skilyrði séu einhvers staðar fest í lög?