150. löggjafarþing — 140. fundur,  4. sept. 2020.

fjáraukalög 2020.

969. mál
[16:58]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Steinunn Þóra Árnadóttir) (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil halda því til haga að færð eru skýr og góð rök fyrir því hvers vegna skilmálar vegna ríkisábyrgðarinnar eru sérsniðnir. En ég get kannski tekið undir með hv. þingmanni sem segir að Alþingi eigi ekki að veita opna heimild, en hér er talað um að veita opna heimild af þessu tagi. Herra forseti, hér er ekki verið að veita opna heimild til ríkisábyrgðar. Hér er verið að veita leyfi til þess að veita ríkisábyrgð með afar skýrum skilyrðum sem hafa verið birt, eru öllum aðgengileg og fylgja með þingmálinu til að allir geti glöggvað sig á þeim og séð að það er einmitt ekki verið að veita opna heimild af einu eða neinu tagi heldur möguleika á ríkisábyrgð sem fylgir ströngum skilyrðum.