151. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[12:30]
Horfa

fjármála- og efnahagsráðherra (Bjarni Benediktsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Reglan sem ég vísaði til horfir til þess hvernig almennar umsamdar launabreytingar hafa orðið samkvæmt kjarasamningum. Það er viðmiðið sem horft er til. Það felur í sér að bætur almannatrygginga hækka ekki í samræmi við launaskrið, ef það á sér stað í samfélaginu. Þannig að 5% talan, sem hv. þingmaður vísar til, er þá markaðurinn í heild sinni, umsamdar launabreytingar að viðbættu launaskriði. Varðandi tekjuskattinn er það grundvallaratriði að persónuafslátturinn hefur haldið verðgildi sínu. Við höfum í gegnum þessa skattbreytingu boðað að við verðtryggjum persónuafsláttinn þannig að hann muni hækka í samræmi við verðlag í gegnum þessa breytingu og (Forseti hringir.) kallast þannig á við upptöku þriggja þrepa kerfisins og lækkun neðsta þrepsins á komandi ári.