151. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2020.

mannabreytingar í nefndum.

[13:30]
Horfa

Forseti (Steingrímur J. Sigfússon):

Forseta hafa borist bréf, dagsett 12. október sl., frá formanni þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs og frá formanni þingflokks Sjálfstæðisflokksins um mannabreytingar í nefndum þingsins. Breytingar þessar leiða m.a. af þeim breytingum sem urðu á nefndaskipan og tilkynnt var um við þingsetningu 1. október sl. við úrsögn hv. þm. Rósu Bjarkar Brynjólfsdóttur úr þingflokki Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs.

Breytingarnar eru eftirfarandi: Formaður þingflokks Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs hefur tilkynnt um að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir taki sæti sem aðalmaður í allsherjar- og menntamálanefnd og er sú nefnd þá fullskipuð. Ólafur Þór Gunnarsson tekur sæti sem varamaður í fjárlaganefnd í stað Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur.

Formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hefur tilkynnt um að Sigríður Á. Andersen taki sæti sem varamaður í allsherjar- og menntamálanefnd í stað Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur og að Njáll Trausti Friðbertsson taki sæti sem varamaður í fjárlaganefnd í stað Brynjars Níelssonar.

Þá hafa þingflokkarnir tveir sammælst um eftirfarandi breytingar: Að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir taki sæti sem aðalmaður í fjárlaganefnd í stað Njáls Trausta Friðbertssonar, Ari Trausti Guðmundsson taki sæti sem varamaður í fjárlaganefnd í stað Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur, Haraldur Benediktsson taki sæti sem aðalmaður í atvinnuveganefnd í stað Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur, Birgir Ármannsson taki sæti sem varamaður í atvinnuveganefnd í stað Ara Trausta Guðmundssonar, Njáll Trausti Friðbertsson taki sæti sem aðalmaður í utanríkismálanefnd í stað Bjarkeyjar Olsen Gunnarsdóttur og Óli Björn Kárason taki sæti sem varamaður í utanríkismálanefnd í stað Steinunnar Þóru Árnadóttur.

Þessar mannabreytingar, sem eru í samkomulagi milli þingflokkanna, skoðast samþykktar án atkvæðagreiðslu ef enginn hreyfir andmælum.