151. löggjafarþing — 18. fundur,  12. nóv. 2020.

þrífösun rafmagns.

[11:14]
Horfa

Þórunn Egilsdóttir (F):

Hæstv. forseti. Ég vil þakka hæstv. ráðherra fyrir góð svör og hvet hana til dáða. Þarna er sannarlega nýr peningur og er þá ekki upplagt að nota nýja peninginn enn þá betur og nota ferðina ef okkur er nokkur kostur á því? Ég skynja að menn eru áhugasamir um það og vona ég að það gangi fram.

En ég get ekki látið hjá líða að koma hér upp og eiga orðastað við hæstv. ráðherra án þess að nefna jöfnun flutningskostnaðar raforku og kalla eftir því hvernig þau mál standa. Nú stendur ferðaþjónustan vissulega höllum fæti, á virkilega erfitt víða um land, en þetta tel ég vera eitt stærsta atvinnuþróunarmálið í strjálbýli á Íslandi. Það er alveg undarlegt hvað okkur hefur gengið hægt í þessu, einhver skref hafa náðst en ég kalla eftir því að við stígum fast til jarðar og höldum áfram. Ég vil því spyrja hæstv. ráðherra um stöðu þessara mála.