151. löggjafarþing — 18. fundur,  12. nóv. 2020.

aðgengi einstaklinga sem ferðast til Íslands að þungunarrofi.

239. mál
[15:32]
Horfa

Guðmundur Ingi Kristinsson (Flf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Þessi umræða er komin út um víðan völl. Hún er komin alla leið í stríð. Auðvitað hefur aldrei hvarflað að mér að styðja stríð. Frelsi kvenna, jú. En frelsi til að tjá sig og hafa skoðanir, er ég þá að ganga á rétt og frelsi kvenna? Ef ég hef þá skoðun að mér finnst að við eigum að gera allt sem við getum til þess að ekki verði gerð fóstureyðing eftir 12. viku meðgöngu, er ég þá að ganga á rétt þeirra, frelsi þeirra? Ég held ekki. Ég held að ég hafi þá bara ákveðna skoðun. Ég rökstuddi hana áðan með þeim tilvitnunum sem ég las upp áðan hvernig ástand fósturs væri á því tímabili vegna þess að þá eru öll líffæri komin í gagnið. Það er þetta sem ég hef áhyggjur af. Það er líka undarlegt þegar maður heyrir í þessu samhengi að fullyrt var að öllum konum létti, að mér skildist, við að fara í fóstureyðingu. Ég hef enga trú á því, ekki nokkra trú á því. Það getur ekki verið léttir, en það eru kannski einhverjir sem trúa því.