151. löggjafarþing — 19. fundur,  13. nóv. 2020.

staða skólamála á tímum Covid-19, munnleg skýrsla mennta- og menningarmálaráðherra. - Ein umræða.

[11:16]
Horfa

Þorsteinn Sæmundsson (M):

Herra forseti. Ég vil þakka ráðherra kærlega fyrir þessar upplýsingar. Það er annað sem veldur mér nokkrum áhyggjum á þessum tímapunkti. Það er að núna þegar við, og þá meina ég þjóðfélagið og menntakerfið, höfum verið að leggja áherslu á aukningu og styrkingu iðnnáms, þá berast fréttir af því að erlend skammstöfun hafi komið til Íslands með skýrslu sem leggur til að löggildingu iðnnáms verði hætt. Það eru ekki uppörvandi skilaboð til þeirra sem eyða tíma í að ávinna sér þekkingu í iðnnámi.

Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort hún hafi hugsað sér að beita einhverjum sérstökum ráðum til að sefa ótta þeirra sem nú eru í iðnnámi, til að gera þeim skýrt að hagur þeirra muni ekki versna út af því sem nú er uppi.