151. löggjafarþing — 26. fundur,  26. nóv. 2020.

lækningatæki.

18. mál
[13:58]
Horfa

Ólafur Þór Gunnarsson (Vg):

Herra forseti. Við greiðum hér atkvæði um ný lög um lækningatæki, sem er mikilvæg lagasetning og mikilvægt að taka inn í íslenskan rétt lög með þessum hætti. Hins vegar er ákvæðið um gagnagrunninn — það eru tilmæli frá nefndinni til heilbrigðisráðuneytisins og hæstv. heilbrigðisráðherra að skoða það mál ítarlega enda mikilvægt mál. Það kann að hljóma þannig að það sé lagatæknilega einfalt að bæta einni grein við ein lög eða einum staflið við ein lög. Málið er eilítið flóknara en það og því eru tilmælin með þessum hætti en ekki farið í þær breytingar sem kallað hefur verið eftir í ræðum hér.