151. löggjafarþing — 32. fundur,  7. des. 2020.

samvinnufélög o.fl.

56. mál
[18:45]
Horfa

Brynjar Níelsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er mjög ánægður með andstöðu Miðflokksins. Ég tek það fram. Ég vil líka taka það fram að Sjálfstæðisflokkurinn er samt hryggjarstykkið í íslenskri pólitík og afar mikilvægur. Veikur Sjálfstæðisflokkur er veikt lýðræði og það veikir samfélagið. Frelsið fer á fleygiferð eitthvert út í geiminn. Af því að ég sé að formaður Viðreisnar er hér þá stóla ég líka talsvert á Viðreisn í þessu máli. Það er ekki alltaf á vísan að róa þar en ég held að allir borgaralega sinnaðir og frjálslyndir og fólk sem er annt um þessi ákvæði andmæli þessu frumvarpi og felli það. Ég sé alveg þrjá flokka strax í hendi mér; Sjálfstæðisflokkinn, Miðflokkinn og Viðreisn. En við heyrum hvað formaður Viðreisnar segir í andsvarinu hér á eftir.