151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

atvinnuleysistryggingar.

300. mál
[15:42]
Horfa

Oddný G. Harðardóttir (Sf):

Herra forseti. Við greiðum nú atkvæði um það að lengja réttindatímabilið til atvinnuleysisbóta. Nú er það svo að um hver mánaðamót leita hundruð manna á náðir sveitarfélaga og þurfa að biðja um félagslegan stuðning sem er mun lægri, ef hann þá fæst vegna þess að skilyrðin eru ströng hjá sveitarfélögunum, en atvinnuleysisbætur. Það hefur verið kallað eftir þessu frá sveitarfélögum þar sem atvinnuleysi var mest áður en kreppan skall á, t.d. hefur bæjarstjórn Reykjanesbæjar kallað eftir þessu og Reykjavíkurborg hefur einnig fjallað um þetta. Þetta er réttlætismál og þetta er mannúðarmál í atvinnukreppu. En mér sýnist á töflunni að Vinstri grænir, Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vilji vísa þessu fólki til sveitar. (Forseti hringir.) Hafi þeir skömm fyrir.