151. löggjafarþing — 34. fundur,  9. des. 2020.

atvinnuleysistryggingar.

300. mál
[15:48]
Horfa

Óli Björn Kárason (S):

Herra forseti. Þegar gerðar voru breytingar á hlutabótaleiðinni í vor hafði ég miklar efasemdir um að það væri rétt að færa hlutfallið upp í 50%. Ein ástæðan fyrir því að ég tel rétt að hv. velferðarnefnd fái tækifæri til að skoða það frumvarp sem hér liggur fyrir er einmitt sú að hún athugi hvort ekki séu rök til þess að skoða þetta hlutfall með einhverjum töluverðum takmörkunum, ekki síst þegar kemur að frjálsum félagasamtökum sem eru með töluverðan rekstur. Ég bind vonir við það og ég er raun sannfærður um að hægt sé að ná samstöðu hér í þingsal um slíka aðferðafræði. Þegar upp er staðið mun það reynast ríkissjóði ódýrari lausn á þeim mikla vanda sem við glímum við.