151. löggjafarþing — 35. fundur,  10. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[12:17]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Aðeins til að ljúka þessari spurningu um 69. gr. þá er það rétt, sem hv. þingmaður segir, það er krónutöluhækkun til að lægstu laun hækki meira en þau laun sem eru hærra í stiganum. 69. gr. mælir fyrir um að við tökum tillit til almennra hækkana og meðaltalshækkana og það voru tilteknar bætur í samræmi við það. Til þess að gera þetta með einhverjum öðrum hætti þyrftum við væntanlega að breyta lögunum.

Varðandi seinni spurningunni — hún var um? (BLG: Kófið, komast út úr kófinu. Sjóður sem væri tekinn til hliðar.) Mér finnst það góð hugmynd. Við gætum alveg tekið sérstaka umræðu um það. Ég get komið í andsvar við hv. þingmann þegar hann heldur sína ræðu og við getum rætt það frekar, af því að tíminn er bara farinn.