151. löggjafarþing — 35. fundur,  10. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[12:25]
Horfa

Frsm. meiri hluta fjárln. (Willum Þór Þórsson) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við höfum í gegnum tíðina horft til ferðaþjónustunnar og hún hefur verið í lægra skattþrepi. Það er alveg rétt, þetta er þekkt. Ég átta mig nú betur á tillögunni, að lækka þrepið tímabundið til að gefa greininni aukið súrefni þegar við erum komin af stað í viðspyrnuna. Hugmyndafræðilega er það alveg í takt við það sem áður hefur verið og við þekkjum. Ferðaþjónustan er einnig sveiflukennd atvinnugrein þannig að hún er kannski svolítið sérstök að því leyti til.

Hv. þingmaður kom inn á sértækan stuðning til bænda eins og tillögurnar eru um hér og ég styð þær. (Forseti hringir.) Við tölum stundum á tyllidögum um matvælaframleiðslu í þessum efnum. (Forseti hringir.) Vandi bænda er mikill og við verðum að mæta honum.