151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:13]
Horfa

Jón Þór Ólafsson (P) (um atkvæðagreiðslu):

Forseti. Umboðsmaður Alþingis kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd á opinn fund til að kynna ársskýrslu sína fyrir um einum og hálfum mánuði síðan. Það var alveg skýrt á þeim opna fundi að hann vantar fleira starfsfólk í frumkvæðisrannsóknir. Hann vantar einn starfsmann á næsta ári og einn í viðbót 2024. Hvers vegna er þetta mikilvægt? Jú, vegna þess að frumkvæðisrannsóknir hans snúa að því að þegar borgarinn kemur, og umboðsmaður á að gæta réttinda hans gagnvart stjórnsýslu landsins, getur umboðsmaður farið af stað. En þegar borgari er ekki aðili máls, eins og þegar boðnar eru út stöður ríkisins eða ráðið í stöður ríkisins án auglýsingar, það eru tekin gjöld eða skattar án þess að heimildir séu í lögum, það er þvingaður þvagleggur upp í fólk, án þess að aðilar viti hvaða rétt þeir eiga, þá stígur umboðsmaður inn og hefur frumkvæðisrannsókn og lagar til hægt og rólega í stjórnsýslu landsins.

Í (Forseti hringir.) breytingartillögu fjárlaganefndar við fjárlagafrumvarpið á að setja inn hálft stöðugildi, sem er gott. Það er talað um að það sé til bráðabirgða en hugmyndin er, (Forseti hringir.) og við verðum að muna það og passa að halda því, að það haldist inn á næsta ár svo þessar (Forseti hringir.) frumkvæðisrannsóknir fari ekki niður í kassa, eins og umboðsmaður sagði að annars væri gert.