151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[13:55]
Horfa

Jón Steindór Valdimarsson (V):

Herra forseti. Ekki þarf að fjölyrða um aukið álag á félagsþjónustu sveitarfélaganna vegna þeirra áfalla sem margir hafa orðið fyrir. Það mun og hefur þegar bitnað þungt á útgjöldum sveitarfélaganna í félagslega þjónustu. Tillaga Viðreisnar um 2 milljarða framlag til sveitarfélaganna sem er eyrnamerkt félagsþjónustunni og verður veitt sveitarfélögunum í samræmi við útgjöld sem þau hafa til þessa málaflokks er mjög nauðsynlegt mál. Við vitum öll að það mun reyna mikið á þessa þjónustu á næsta ári og trúlega á næstu árum sem afleiðing af því sem við erum að ganga í gegnum núna.