151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:00]
Horfa

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (Vg):

Virðulegur forseti. Ég vil fagna þessari tillögu um tvö störf sem eiga að vera á Húsavík og þessu samstarfi milli sýslumanns og Persónuverndar. Ég held að það sé mikilvægt, einmitt eins og við höfum talað um, að styrkja sýslumenn um hinar dreifðu byggðir og var partur af lögum sem voru samþykkt með því að færa þeim verkefni. Þetta samtal Persónuverndar og sýslumanns hefur átt sér stað í rúmt ár og ég tel að þetta sé góð niðurstaða, ekki síst líka vegna þess að atvinnuástandið er bágborið á Húsavík og allt svona skiptir máli.