151. löggjafarþing — 36. fundur,  11. des. 2020.

fjárlög 2021.

1. mál
[14:05]
Horfa

Ásmundur Friðriksson (S):

Virðulegi forseti. Við greiðum hér atkvæði um að leggja 350 milljónir í uppbyggingu sjóvarnargarðs í Njarðvík. Það er forsenda þess að þar verði stofnaður skipaþjónustuklasi sem mun skapa 200–300 ný störf á svæðinu. Það mun færa þjónustu við stærri fiskiskip inn í framtíðina með glæsilegri aðstöðu þar sem fjöldi fyrirtækja ætlar að koma saman og byggja upp skipaklasa. Þetta hefur auðvitað mjög jákvæð áhrif á atvinnulíf á Suðurnesjum. Fjölbreytileiki þess eykst og þessi fjárveiting kemur bæði á hárréttum tíma og fer í mjög gott mál.